
ég fór ekkert út í dag. mér finnst huggulegt að veðrið sé brjálað því þá get ég í góðri samvisku lært inni á litlu skrifstofunni minni með heitt te og hummus og kex í ógeðis/kósígallanum.
í gær var afmælisboð hjá önnuK og ég eldaði sjávarréttasúpu ala pabbi minn og heita súkkulaðiköku með mjúkum kjarna ofan í stelpurnar mínar. ég verð að segja að þetta var fullorðins. súpa í brauði og desert gerður frá skratjs. svo fór ég eins og góðri lítilli stelpu heim að sofa, engvir skemmtistaðir á minni dagskrá.. reyndar þurfti ég að hoppa útúr bíl sem var á ferð þegar ég fékk far heim og það var....öðruvísi. ekki samt nógu spennandi til að ég fari að borga mig inn á nýja viðbjóðinni í bíó sem er kenndur við happatöluna sjö. en það er önnur saga.
fór á sjúkarmóles með pabba á föstudaginn. hann þolir ekki einarörn og finnst að hann ætti að hætta. ég er hinsvegar ekki sammála honum föður mínum þar, einar átti þessa tónleika og um leið og björk var komin á tásurnar og farin að taka kunnulega danstakta þá gat ég áhyggjulaus dillað mér með og reyndi að fylgja eftir textanum og háa c-inu. fín skemmtun þar á ferð.
prófalestur er formlega hafin. ég hef legið yfir gömlum prófum og gert ítarlega tölfræðigreiningu á líkundum hinna og þessa spurninga sem gætu hugsanlega komið á mínu prófi. þetta er ágætis afþreying þar sem ég tel sjálfri mér trú um að ég sé að læra en þarf samt ekkert að beita svo mörgum heilasellum og ég sofna ekki ofan á tölvunni, sem minnir mig á annað, ég hef komist að því að 2 brennslutöflur virka ekki lengur, nú þarf ég 3. ég tók 2 um daginn og ég svaf í góða 2tíma. það er ekki planið með brennslutöflum, þær eiga að halda manni vakandi hélt ég.
ég hef því án samráðs við lækni aukið skammtinn í 3 töflur, hálfan líter af sterku kaffi, 2 líter af grænu tei og gingsen og nokkrum brjóstsykurmolum. þetta er skammturinn eftir kl.17, ég á sérstaklega erfitt með tímabilið milli kl.16.45-18.45. þetta er minn kríu tími. ég þarf sémsagt að dópa mig upp fyrir þann tíma annars get ég bara gleymt þessu og farið og kúrt.
ég bara skil ekki afhverju ég þarf allan þennan svefn, 9 klst á nóttunni og svo 2 klst a daginn..
kannski ætti ég að prófa að sofa úti í svefnpoka í heimatilbúnni kerru, litlu börnin eru alltaf svo endurnærð eftir að þau hafa sofið út...kannski er það bara málið, það er of heitt inni hjá mér...hmm..
þettta er allvega spes, beauty sleep my ass. ég ætti að vera fokkans Giesell miðað við allann þennan svefn. puff puff segi ég bara.
fyrrverandi verður þrítugur á föstudaginn. þegar hann varð 25 ára þá fannst mér hann heavy gamall og fullorðinn. þegar ég lít á sjálfa mig þá finnst mér ég ekki vera í sömu sporum og mér fannst hann vera þá. mér fannst 25 ára vera hálfgerður ,,dómur", svona meik it or breik it viðmiðunartala. ég var meira að segja búin að ákveða föt sem ég ætlaði ekki að ganga í fyrir aldarfjórðungsafmælið. enginn malibu barbí nei það er sigga er 25 ára barbí.... spes .
ég get ekki sagt að ég sé stressuð yfir því að eldast, ég hef voðalega gaman af því öllu saman þó mér finnsti vissulega undarlegt hvernig hinar og þessar hugarfarsbreytingar læðast allt í einu upp að mér....svona krauma í undirmeðvitundinni.
en nú er ég komin út á hálan ís, sirkus föstudaginn 24.nóvember.
annars er myndaátakið enn í gangi og só far leiðir AnnaK en fast á hælum hennar fylgir Arna Sigrún, svo vala og svo ásrún.....
stelpan er að fara senda í prentun svo myndir a siggad@gmail.com eru ofsalega vel þegnar.
próf á miðvikudaginn og svo land tækifæranna þar sem snæddur verður líbanskur matur sem verður skolað niður með aspartam og kannski smá dýfðumdónöts kaffi....
get ekki beðið!
siggadögg
-sem fékk ekki sting í magann í vikunni og er stolt af sér-
1 ummæli:
ertu að segja mér að polaroid hafi ekki rústað keppninni?! Svei segi ég nú bara!
Skrifa ummæli